Viðskipti innlent

Skuldabréfaútgáfa hjá Glitni

Glitnir hefur gefið út skuldabréf fyrir jafnvirði um 89 milljarða króna.
Fréttablaðið/Heiða
Glitnir hefur gefið út skuldabréf fyrir jafnvirði um 89 milljarða króna. Fréttablaðið/Heiða

Glitnir gekk í gær frá samningi um skuldabréfaútgáfu fyrir 1,25 milljarða bandaríkjadali eða um 89 milljarða króna til fimm ára.

Kjörin eru 47 punktum yfir millbankavöxtum eða 10 punktum yfir tryggingaálagi skuldabréfa bankans og þykir endurspegla betri stöðu frá síðasta ári, að því er fram kemur í tilkynningu frá Glitni.

Skuldabréfaútgáfan, sem er svokölluð alheimsútgáfa, var seld til fagfjárfesta í Bandaríkjunum, Evrópu og í Asíu. Mikil umframeftirspurn var eftir skuldabréfunum og óskuðu fjárfestar eftir að kaupa fyrir sem svarar 240 milljörðum íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×