Viðskipti innlent

Verðbólga umfram væntingar

Greiningardeildir viðskiptabankanna spá því að verðbólga lækki hratt í vor og nái verðbólgumarkmiðum Seðlabankans um mitt þetta ár.
Greiningardeildir viðskiptabankanna spá því að verðbólga lækki hratt í vor og nái verðbólgumarkmiðum Seðlabankans um mitt þetta ár. MYND/Heiða

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,26 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum sem Hagstofunnar. Þetta jafngildir því að verðbólgan hafi lækkað úr 7,0 prósentum í 6,9 prósent síðastliðna 12 mánuði.

Þetta er nokkuð meiri hækkun en greiningardeildir bankanna reiknuðu með en þær horfðu fram á verðbólgutölur allt niður í 6,6 prósent á ársgrundvelli.

Í útreikningum Hagstofunnar segir að vetrarútsölur séu í fullum gangi og hafi verð á fötum og skóm lækkað um 12,1 prósent milli mánaða, sem þó er minna en greiningardeild Landsbankans horfði til. Á móti hækkuðu gjöld tengd húsnæði um 13,3 prósent á milli mánaða auk þess sem verð á matvöru og bílum hækkaði sömuleiðis, Þar af hækkaði kjötvöruverð um 3,0 prósent. Greiningardeildirnar höfðu gert ráð fyrir hækkun matvöruverðs en greiningardeild Landsbankans bendir að hækkun á verði kjötvara komi ekki á óvart þar sem jólahátíðin sé nýafstaðin.

Deildirnar áréttuðu fyrri verðbólguspár sínar í gær og voru sammála um að verðbólga lækki skarpt eftir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar til lækkunar matvælaverðs komi inn í verðbólguútreikningana í vor. Muni verðbólga fara niður í allt að 4 prósent eftir tvo mánuði og geti farið undir verðbólgumarkmið Seðlabankans um mitt ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×