Viðskipti innlent

Actavis nálægt fullkomnun

Actavis kemst nærri því að vera hið fullkomna fyrirtæki. Svo segir í nýrri greiningu fjárfestingarbankans Merrill Lynch, sem kom út í gær. Í greiningunni kemur fram að Actavis sé tíu prósentum undir meðalverði sambærilegra félaga í Evrópu og Bandaríkjunum.

Bankinn metur gengi félagsins á 67 krónur á hlut sem er í samræmi við núverandi gengi Actavis á markaði. Þó kemur fram að gangi bjartsýnisspár eftir eigi félagið allt að tuttugu prósenta verðhækkun inni á bréfum sínum.

Áður hafa Credit Suisse og ABN Amro gefið út greiningar á félaginu. Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri innri og ytri samskipta hjá Actavis, segir sterkt að geta vísað í greiningar erlendra banka. „Við erum þeirrar skoðunar að erlendar greiningar á íslensk félög í kauphöllinni skipti bæði fjárfesta hér heima og erlendis miklu máli."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×