Viðskipti innlent

Vaxtahækkun Seðlabankans kom öllum á óvart

Óhætt er að segja að hin mikla stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun hafi komið öllum á óvart. Greiningardeildir bankanna höfðu búist við að vöxtunum yrði haldið óbreyttum. Markaðurinn hefur brugðist við með niðursveiflu í morgun en gengið hefur aftur á móti styrkst um hátt í 2%.

„Þetta kemur okkur vissulega í opna skjöldu,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis. "Þeir höfðu ekkert gefið í skyn að þessi mikla hækkun stæði til og stangast það á við yfirlýsingar bankans um gildi þess að hafa gagnsæja peningastefnu.“

Ingólfur segir ennfremur að greiningu Glitnis finnist tilefni til að hafa stýrivextina háa. „Verðbólguþróunin reynst neikvæðari en spár gerðu ráð fyrir og enn er mikil þensla í hagkerfinu," segir Ingólfur. „Væntingar neytenda eru miklar og ekki hefur dregið eins mikið úr fjárfestingum eins og reiknað var með.“

Ingólfur segir að þrátt fyrir þetta hafi hækkun upp á 45 punkta komið á óvart endan engar vísbendingar um að slíkt væri í farvatninu. Sjálfir segja forráðamenn Seðlabankans að þurft hefði tvær hækkanir fram að áramótum, eina upp á 25 punkta og eina upp á 20 punkta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×