Viðskipti innlent

Stýrivextir hækka um 45 punkta

Davíð Oddsson seðlabankastjóri.
Davíð Oddsson seðlabankastjóri.

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,45 prósentur í 13,75%. Í Peningamálum sem bankinn birtir á heimasíðu sinni eftir kl. 11 í dag eru færð rök fyrir ákvörðun bankastjórnar.

Næsta ákvörðun bankastjórnar um stýrivexti verður tilkynnt fimmtudaginn 20. desember 2007. Þar með er einum vaxta­ákvörðunardegi bætt við áður tilkynnta daga í ár. Það er gert til þess að ekki líði of langur tími fram að fyrsta ákvörðunardegi næsta árs, eftir því sem fram kemur í frétt á vefsíðu Seðlabankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×