Viðskipti innlent

Hagnaður bankanna 135 milljarðar á fyrstu 9 mánuðum ársins

Hagnaður viðskiptabankanna þriggja og Straums Burðaráss fyrstu níu mánuði ársins nemur samtals nærri 135 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins.

Bankarnir hafa nú allir skilað inn afkomutölum fyrir þriðja ársfjórðung þar sem finna má hagnaðartölur þeirra. Sem fyrr er það stærsti bankinn, Kaupthing, sem er með mestan hagnað, eða 60,2 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þar á eftir kemur Landsbankinn með 35 milljarða króna hagnað og Glitnir hagnaðist um 25,2 milljarða á sama tíma. Straumur - Burðarás hagnaðist enn fremur 14,4 milljarða á tímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×