Viðskipti innlent

Fyrrverandi forstjóri MEST kaupir Parket & Gólf

Þórður Birgir Bogason heldur sig í byggingavörubransanum.
Þórður Birgir Bogason heldur sig í byggingavörubransanum.

Þórður Birgir Bogason, fyrrverandi forstjóri MEST, hefur keypt fyrirtækið Parket & Gólf af fjölskyldu Ómars Friðþjófssonar, stofnanda fyrirtækisins.

Fram kemur í tilkynningu að Parket & Gólf hafi starfað á gólfefnamarkaði í meira en tvo áratugi en verslun fyritækisins, sem er til húsa í Ármúla 23, var fyrst opnuð 1985.

Þórður þekkir vel til byggingavörumarkaðarins og segir mörg tækifæri til vaxtar og þróunar fyrir fyrirtæki eins og Parket & Gólf. Starfsmenn fyrirtækisins eru 15 talsins og munu þeir allir starfa áfram hjá fyrirtækinu.

Þórður Birgir var sem fyrr segir áður forstjóri MEST. Þar áður starfaði hann fyrir Samskip í Þýskalandi og Hollandi, samtals í um 10 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×