Lesið í garnir markaðar 5. september 2007 00:01 Maður væri nú sennilega ekki að fást við það sem maður fæst við, ef ekki væri vegna þess að maður er vel læs á atburði líðandi stunda og auk þess spámannlega vaxinn. Haustið er tími uppskerunnar og þó að kvartöflubændur horfi stúrnir á fallin grösin, þá stend ég keikur eftir sumarið. Miklar sveiflur eins og í sumar eru draumur í dós hjá þeim sem kunna að lesa rétt í þær. Nú er hins vegar sláturtíð og því vert að kíkja í kindagarnirnar og spá fyrir veturinn. Ég er viss um að það fer að draga til tíðinda í hluthafahópi TM, en ég reyndar spáði Gnúpi þar inn fyrir nokkru. FL Group og Gnúpur eru skammt undan í hræringunum þar. Ég held að Marel muni kaupa matvælahluta Stork. Mér sýnist að þar á bæ hafi verið unnið afar markvisst og skynsamlega, sem ég held að skili sér í fullnaðarsigri. Icelandair er komið með nýjan leiðtoga. Það tóku reyndar afar fáir eftir því að Karl Wernersson er skyndilega orðinn lykilmaðurinn í því fyrirtæki. Hann mun taka á rekstrinum þar og líklegt að breytingar verði í yfirstjórn fyrirtækisins. Landsbankinn mun kaupa írska bankann fljótlega og halda áfram að stækka. Ég sé líka Hreiðar Má í „lederhosen“ og með Týrólahatt. Ég held að það tákni innlánabanka í Austurríki eða Þýskalandi. Ekki neinn risa, en enn eitt skref á nýjan og spennandi markað. Eitthvað fleira? Jú, ég sé hraða og spennu í Actavis, þar er ungur maður á mótorhjóli, en ég sé ekki hvort hann er að koma eða fara. Annars býst ég við að það snjói eitthvað í vetur og jólin verði í desember. Svo bíð ég bara eftir að taka við af völvu Vikunnar. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Sjá meira
Maður væri nú sennilega ekki að fást við það sem maður fæst við, ef ekki væri vegna þess að maður er vel læs á atburði líðandi stunda og auk þess spámannlega vaxinn. Haustið er tími uppskerunnar og þó að kvartöflubændur horfi stúrnir á fallin grösin, þá stend ég keikur eftir sumarið. Miklar sveiflur eins og í sumar eru draumur í dós hjá þeim sem kunna að lesa rétt í þær. Nú er hins vegar sláturtíð og því vert að kíkja í kindagarnirnar og spá fyrir veturinn. Ég er viss um að það fer að draga til tíðinda í hluthafahópi TM, en ég reyndar spáði Gnúpi þar inn fyrir nokkru. FL Group og Gnúpur eru skammt undan í hræringunum þar. Ég held að Marel muni kaupa matvælahluta Stork. Mér sýnist að þar á bæ hafi verið unnið afar markvisst og skynsamlega, sem ég held að skili sér í fullnaðarsigri. Icelandair er komið með nýjan leiðtoga. Það tóku reyndar afar fáir eftir því að Karl Wernersson er skyndilega orðinn lykilmaðurinn í því fyrirtæki. Hann mun taka á rekstrinum þar og líklegt að breytingar verði í yfirstjórn fyrirtækisins. Landsbankinn mun kaupa írska bankann fljótlega og halda áfram að stækka. Ég sé líka Hreiðar Má í „lederhosen“ og með Týrólahatt. Ég held að það tákni innlánabanka í Austurríki eða Þýskalandi. Ekki neinn risa, en enn eitt skref á nýjan og spennandi markað. Eitthvað fleira? Jú, ég sé hraða og spennu í Actavis, þar er ungur maður á mótorhjóli, en ég sé ekki hvort hann er að koma eða fara. Annars býst ég við að það snjói eitthvað í vetur og jólin verði í desember. Svo bíð ég bara eftir að taka við af völvu Vikunnar. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Sjá meira