Viðskipti innlent

Glitnir kaupir 40 prósent í TM og selur áfram

Glitnir hefur keypt nærri 40 prósenta hlut í Tryggingamiðstöðinni fyrir um 20 milljarða króna og hyggst selja hann til hóps fjárfesta.

Eftir því sem segir í tilkynningu frá Glitni er hluturinn keyptur af Guðbjörgu M. Matthíasdóttur, Sigríði E. Zoéga og Geir G. Zoéga auk aðila þeim tengdum. Eftir kaupin á eignarhaldsfélagið Kristinn sem er í eigu Guðbjargar níu prósent í TM.

Glitnir greiðir 60 prósent kaupverðsins í reiðufé og 40 prósent í hlutafé í Glitni og hafa seljendur skuldbundið sig til þess að eiga 90 prósent þeirra hluta í Glitni í að minnsta kosti eitt ár. Markaðsvirði hlutanna er rúmir sjö milljarðar eftir því sem segir í tilkynningu Glitnis. Þar segir einnig að viðræður við fjárfesta um kaup á hlutunum í TM séu þegar hafnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×