Handbolti

Haukar í úrslitaleikinn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Freyr Brynjarsson.
Freyr Brynjarsson.

Haukar unnu Valsmenn 27-26 í undanúrslitum deildarbikarsins í handbolta í kvöld. Þar með eru Haukar komnir í úrslitaleikinn sem fram fer í Laugardalshöll á morgun.

Leikurinn var spennandi og skemmtilegur og endaði með eins marks sigri Hauka. Íslandsmeistarar Vals voru einu marki yfir í hálfleik en Haukar hrósuðu á endanum sigri.

Arnór Gunnarsson var markahæstur í liði Vals með níu mörk en fyrir Hauka skoraði Halldór Ingólfsson sjö mörk.

Haukar mæta Stjörnunni eða Fram í úrslitaleiknum en þau lið eru að fara að mætast nú klukkan 20:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×