Viðskipti innlent

Hannes seldi fyrir sjö milljarða í FL Group

Hannes Smárason er ekki lengur stærsti hluthafi FL Group.
Hannes Smárason er ekki lengur stærsti hluthafi FL Group.

Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri FL Group, hefur selt 4,56% af hlut sínum í FL Group. Vísir greindi fyrst frá þessu í morgun í tengslum við kaup Pálma Haraldssonar á 6,87% hlut í FL Group en FL Group flaggaði viðskiptin í Kauphöllinni nú fyrir skömmu.

Hannes fær sjö milljarða fyrir hlutinn og mun eiga 15,96% í FL Group í gegnum félag sitt Oddaflug.

Þessi viðskipti þýða að Gnúpur fjárfestingafélag er nú orðinn stærsti hluthafi FL Group með 17,70% eignarhlut en fast á hæla þess kemur Baugur Group með 17,69%. Þessi valdahlutföll munu þó breytast þegar ný hlutafjárhækkun gengur í gegn eftir aðalfund félagsins 14. desember næstkomandi.

 

Í tlikynningunni til Kauphallar í dag kemur fram að Oddaflug B.V. og Materia Invest ehf. hafi gert með sér samkomulag að um fara sameiginlega með atkvæðisrétt í FL Group frá og með deginum í dag. Sameiginlegur atkvæðisréttur er því 25,19%.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×