Viðskipti innlent

Vilja slá á sögur um að allt sé að brenna

Frá blaðamannafundi FL Group í dag.
Frá blaðamannafundi FL Group í dag.

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður FL Group, segir að stjórnendur fyrirtækisins muni velja nýjar fjárfestingar félagsins vandlega á næstunni. Hann telur vel hægt að bæta rekstur félagsins á næstunni. Inni í félaginu séu mjög góðar fjárfestingar. Til dæmis séu þar kjölfestueign í Glitni og félagið eigi TM tryggingar að fullu.

„Við erum að vinna mikið í því að styrkja eiginfjár grunn FL Group svo við getum tekið á okkur áföll ef þau verða. Við tökum líka þátt í hlutafjáraukningunni til að slá á sögur um að allt sé að brenna hjá FL. Þetta er sterkt félag á alla mælikvarða," segir Jón Ásgeir Jóhannesson.

Jón Ásgeir telur miklu skipta fyrir framtíð FL Group að setja fasteignafélagið Landic Properties undir hatt þess. Fasteignir séu með betri langtímafjárfestingum sem hugsast geti. Skammtímasveiflur hafi ekki áhrif á verðmæti fasteigna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×