Viðskipti innlent

Hlutafjáraukning FL Group bæði jákvæð og neikvæð

Hlutafjáraukningin í FL Group í dag gæti þýtt lækkun á gengi bréfa í félaginu þegar markðir opna í fyrramálið. Hagfræðingur segir þó margt jákvætt við aukninguna.
Hlutafjáraukningin í FL Group í dag gæti þýtt lækkun á gengi bréfa í félaginu þegar markðir opna í fyrramálið. Hagfræðingur segir þó margt jákvætt við aukninguna.

Valdimar Svavarsson hagfræðingur sér bæði kosti og galla á 64 milljarða hlutafjáraukningu FL Group í dag á genginu 14,7 sem er 23,6% lægra en lokagengi bréfa í félaginu í Kauphöllinni í gær. 

"Þetta er bæði neikvætt og jákvætt. Það eru ansi miklar líkur á því að bréf í félaginu lækki þegar markaðir opna í fyrramálið enda mikið komið inn af nýju fjármagni á mun lægra gengi en síðustu viðskipti hljóðuðu upp á. Aftur á móti má segja að ákveðinni óvissu sem ríkt hefur um félagið sé eytt með þessari hlutafjáraukningu og það er búið að styrkja eiginfjárstöðu þess. Það gerir það að verkum að það er betur í stakk búið til að takast á við framhaldið," segir Valdimar.

Hann bendir jafnframt á að það sé jákvætt að bréf á svona mikið lægra gengi en gildandi markaðsverð skuli fara til kjölfestufjárfestis í stað þess að flæða út á markaðinn. Hins vegar segir Valdimar það neikvætt að gengið í hlutafjáraukningunni gefi ákveðnar vísbendingar um einhvers konar verðmætamat á eignum félagsins.  








Fleiri fréttir

Sjá meira


×