Viðskipti innlent

Greining Kaupþings spáir 5,8% verðbólgu

Greiningardeild Kaupþings banka spáir 0,6% hækkun vísitölu neysluverðs í desember. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 5,8% samanborið við 5,2% í nóvember.

Hækkunin í mánuðinum helgast af hækkandi fasteigna- og eldsneytisverði. Að mati Greiningardeildar er líklegt að krónan verði áfram talsvert frá sínu sterkasta gildi á árinu sem skilar sér að lokum út í verðlag til neytenda.

Við vaxtaákvörðun Seðlabankans munu togast á tvö sjónarmið. Verðbólguþróun sem hefur verið afar slæm frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi og hins vegar verulegar lækkanir á hlutabréfamörkuðum. Allt útlit er fyrir kólnun á helstu mörkuðum hér heima og hægari umsvif í hagkerfinu á næstu misserum.

Greiningardeildin spáir því að verðbólgan hækki um 1,1% á næstu þremur mánuðum sem m.a. helgast af verðhækkun mjólkurafurða í upphafi árs, frekari hækkun eldsneytis og áhrif hækkandi húsnæðisliðar. Er líður á næsta ár er gert ráð fyrir að hratt dragi úr verðbólguhraðanum, samhliða því sem hægir á umsvifum og að tólf mánaða verðbólga endi í kringum verðbólgumarkmið í lok árs 2008






Fleiri fréttir

Sjá meira


×