Kínverskir og arabískir ofursjóðir hleypa lífi í markaðinn 30. nóvember 2007 11:23 Kínverskir og arabískir ofursjóðir hafa hleypt lífi í kauphallir á Vesturlöndum undanfarna daga með kaupum í fjármálafyrirtækjum og bönkum. Börsen.dk fjallar um þetta spáir því að kaup þessara sjóða muni aukast verulega á næstu mánuðum. Til að fá einhverja hugmynd um þær gríðarlegu upphæðir sem fyrrgreindir sjóðir hafa til ráðstöfunar má nefna úttekt Morgan Stanley á þeim. Samkvæmt henni hafa sjóðir þessir rúmlega 130.000 milljarða kr. til ráðstöfunnar. Greining Kaupþings fjallar um þessa sjóði í Hálffimm fréttum sínum. Þar segir m.a. að það hafi færst í vöxt að fjárfestar frá Miðausturlöndum og Suðaustur-Asíu eignist áberandi hluti í vestrænum fjármálastofnunum. Kínversk stjórnvöld stofnsettu í haust fjárfestingarsjóð, sem er með 200 milljarða, Bandaríkjadala umleikis, í þeim tilgangi að ávaxta gjaldeyrisforða landsmanna.Stefnir sjóðurinn m.a. að því að fjárfesta í fjármálafyrirtækjum sem hafa orðið illilega fyrir barðinu á undirmálslánakrísunni og að setja upp skrifstofur í helstu fjármálaborgum heimsins.Annað stærsta tryggingafélag Kína, Ping An, hefur keypt 4,18% í Fortis - belgíska fjármálaþjónustufyrirtækinu - fyrir 1,81 milljarð evra (rúma 160 milljarða króna) en kaupin eru athyglisverð fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta sinn sem Kínverjar fjárfesta í erlendu tryggingafélagi. Þau gefa jafnframt Fortis færi á að komast inn á kínverska markaðinn.Kínversk stjórnvöld hafa hvatt kínversk fjármálafyrirtæki eindregið til þess að fjárfesta erlendis og eru kínversk fyrirtæki á meðal stórra hluthafa í Bear Stearns, Blackstone og Standard Bank Group. Kínverski þróunarbankinn eignaðist hlut í Barclays þegar breski bankinn reyndi án árangurs að komast yfir ABN Amro. China Life, stærsta tryggingafélag Kína, hefur einnig á prjónunum að byggja upp stöður í tryggingafélögum í Evrópu og Norður-Ameríku.Í vikunni setti félag í eigu stjórnvalda í Abu Dhabi (ADIA) í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um 7,5 milljarða dollara inn í Citigroup sem heimilt er að breyta í 4,9% eignarhlut. ADIA verður þar með stærsti hluthafinn í Citigroup, rétt á undan Alwaleed bin Talal prins frá Sádi-Arabíu. Fleiri fjárfestar frá miðausturlöndum hafa séð sér hag að fjárfesta í fjármálafyrirtækjum á Vesturlöndum. Dubai International Capital LLC hefur fjárfest í HSBC Holding, stærsta banka Evrópu, og vogunarsjóðnum Och-Ziff Capital Management. Á móti hafa vestrænir fjárfestar fjárfest grimmt í Kína og HSBC á einmitt yfir 16% eignarhlut í Ping An. Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Kínverskir og arabískir ofursjóðir hafa hleypt lífi í kauphallir á Vesturlöndum undanfarna daga með kaupum í fjármálafyrirtækjum og bönkum. Börsen.dk fjallar um þetta spáir því að kaup þessara sjóða muni aukast verulega á næstu mánuðum. Til að fá einhverja hugmynd um þær gríðarlegu upphæðir sem fyrrgreindir sjóðir hafa til ráðstöfunar má nefna úttekt Morgan Stanley á þeim. Samkvæmt henni hafa sjóðir þessir rúmlega 130.000 milljarða kr. til ráðstöfunnar. Greining Kaupþings fjallar um þessa sjóði í Hálffimm fréttum sínum. Þar segir m.a. að það hafi færst í vöxt að fjárfestar frá Miðausturlöndum og Suðaustur-Asíu eignist áberandi hluti í vestrænum fjármálastofnunum. Kínversk stjórnvöld stofnsettu í haust fjárfestingarsjóð, sem er með 200 milljarða, Bandaríkjadala umleikis, í þeim tilgangi að ávaxta gjaldeyrisforða landsmanna.Stefnir sjóðurinn m.a. að því að fjárfesta í fjármálafyrirtækjum sem hafa orðið illilega fyrir barðinu á undirmálslánakrísunni og að setja upp skrifstofur í helstu fjármálaborgum heimsins.Annað stærsta tryggingafélag Kína, Ping An, hefur keypt 4,18% í Fortis - belgíska fjármálaþjónustufyrirtækinu - fyrir 1,81 milljarð evra (rúma 160 milljarða króna) en kaupin eru athyglisverð fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta sinn sem Kínverjar fjárfesta í erlendu tryggingafélagi. Þau gefa jafnframt Fortis færi á að komast inn á kínverska markaðinn.Kínversk stjórnvöld hafa hvatt kínversk fjármálafyrirtæki eindregið til þess að fjárfesta erlendis og eru kínversk fyrirtæki á meðal stórra hluthafa í Bear Stearns, Blackstone og Standard Bank Group. Kínverski þróunarbankinn eignaðist hlut í Barclays þegar breski bankinn reyndi án árangurs að komast yfir ABN Amro. China Life, stærsta tryggingafélag Kína, hefur einnig á prjónunum að byggja upp stöður í tryggingafélögum í Evrópu og Norður-Ameríku.Í vikunni setti félag í eigu stjórnvalda í Abu Dhabi (ADIA) í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um 7,5 milljarða dollara inn í Citigroup sem heimilt er að breyta í 4,9% eignarhlut. ADIA verður þar með stærsti hluthafinn í Citigroup, rétt á undan Alwaleed bin Talal prins frá Sádi-Arabíu. Fleiri fjárfestar frá miðausturlöndum hafa séð sér hag að fjárfesta í fjármálafyrirtækjum á Vesturlöndum. Dubai International Capital LLC hefur fjárfest í HSBC Holding, stærsta banka Evrópu, og vogunarsjóðnum Och-Ziff Capital Management. Á móti hafa vestrænir fjárfestar fjárfest grimmt í Kína og HSBC á einmitt yfir 16% eignarhlut í Ping An.
Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur