Viðskipti innlent

Marel ákveður að bjóða út nýja hluti í félaginu

Stjórn Marel Food Systems hf. samþykkti á stjórnarfundi í dag að hækka hlutafé félagsins með útboði á nýjum hlutum, sem nema um 8% af

heildarhlutafé félagsins, til takmarkaðs hóps hæfra fjárfesta í skilningi laga um verðbréfaviðskipti.

Heildarsöluandvirði útboðsins er á bilinu 2,7-2,9 milljarðar kr. að því er segir í tilkynningu til kauphallarinnar um málið. Marel Food Systems hyggst gefa út nýja hluti að söluandvirði EUR 147 milljónir

til að fjármagna kaupin á Stork Food Systems og breikka hluthafahóp félagsins.

Framangreint útboð er fyrsta skrefið í öflun þeirra fjárhæðar sem félagið

ráðgerir að afla með sölu hlutafjár. Þegar skilyrði kaupanna á Stork Food

Systems hafa verið uppfyllt er stefnt að frekari sölu á nýjum hlutum í Marel Food Systems í útboði til forgangsréttarhafa.

Landsbanki Íslands hf. hefur umsjón með útboðinu og sölutryggir

það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×