Bakkabræður hafa misst 45 milljarða 28. nóvember 2007 09:45 Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir hafa horft upp á milljarðana hrynja af eign þeirra í Exista. MYND/HARI Bakkabræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir hafa orðið hvað verst úti í lækkunum á hlutabréfamarkaðnum undanfarna 60 daga. Alls hefur 45,21% eign Bakkabraedra Holdings, eignarhaldsfélags þeirra, í Exista rýrnað um 44,4 milljarða frá því að Kauphöllinn opnaði að morgni dags 1. október. Eign bræðranna í Exista er nú rétt rúmlega 123 milljarða króna virði. Exista hefur heldur ekki riðið feitum hesti frá Kauphöllinni frá 1. október þegar fjórði og síðasti ársfjórðungur hófst. Eign félagsins í Kaupþing hefur rýrnað um 36,5 milljarða og eign þeirra í Bakkavör Group um 7,7 milljarða.Björgólfsfeðgar nálægt 40 milljörðumHlutir Björgólfsfeðga í Landsbankanum og Straumi-Burðarás hafa rýrnað um rúma 35 milljarða frá 1. október.MYND/HARIFeðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson hafa heldur ekki átt sjö dagana sæla á íslenska hlutabréfamarkaðnum frá 1. október. Rétt rúmlega 40% eign þeirra í Landsbankanum hefur rýrnað um 20,2 milljarða. Hlutur þeirra í Straumi-Burðarás hefur fallið í verði um 15,8 milljarða og 33% hlutur Fjárfestingafélagsins Grettis, sem er að langstærstum hluta í eigu Björgólfs Guðmundssonar, í Eimskip hefur lækkað um tæpa tvo milljarða. Feðgarnir eru þó ekki fæðiskeri staddir. Hlutur þeirra í Landsbankanum er metinn á 164,5 milljarða, hluturinn í Straumi á 51,5 milljarð og hluturinn í Eimskip á 22,7 milljarða. Hannes og Baugur tapaJón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður FL Group, og Hannes Smárason, forstjóri félagsins, hafa báðir tapað stórum fjárhæðum á félaginu frá byrjun október.MYND/HARIFL Group var það félag sem lækkaði mest í Kauphöllinni í gær eða um 5,53%. Gengi félagsins hefur verið afleitt að undanförnu og flestar stærri fjárfestingar þess hafa lækkað verulega að undanförnu.Til að mynda hefur rúmlega 30% hlutur FL Group í Glitni rýrnað um 19,1 milljarð á þessum 60 dögum sem liðnir eru frá því að október gekk í garð.Hlutur Hannesar Smárasonar, stærsta hluthafa og forstjóra félagsins, hefur rýrnað um 7,6 milljarða frá 1. október en hann á rúmlega 20% hlut í gegnum eignarhaldsfélag sitt Oddaflug BV. Sömuleiðis hefur 15,85% hlutur Baugs Group lækkað um 5,8 milljarða.Gnúpur tapar á tveimur stöðumViðskiptafélagarnir Magnús Kristinsson og Kristinn Björnsson hafa séð hluti sína í tveimur stærstu eignunum, Kaupþingi og FL Group, lækka hratt að undanförnu.MYND/PÁLL BERGMANNFjárfestingafélagið Gnúpur, sem er í eigu Magnúsar Kristinssonar, Kristins Björnssonar og Þórðar Más Jóhannessonar, fer heldur ekki varhluta af lækkunum á markaði. Félagið er í hópi stærstu hluthafa bæði í Kaupþingi og FL Group og hefur virði hluta þeirra í félögunum samanlagt rýrnað um 11,9 milljarða frá 1. október, 6,3 milljarða í FL Group og 5,6 milljarða í Kaupþingi.Magnús og Kristinn eru aðaleigendur Gnúps og eru hvor um sig með 46,5% hlut. Eignir þeirra í FL Group og Kaupþing koma að stærstum hluta í gegnum sölu þeirra á hlut sínum í Straumi-Burðarás sumarið 2006 til FL Group. Gengi bréfanna í félögunum tveimur hefur ekki enn náð því gengi sem Gnúpsmenn fengu sín bréf, á 18,4 í FL Group og 748 í Kaupþingi.Afmælisárið endar illaGengi bréfa Eglu Invest, sem er í eigu Ólafs Ólafssonar, hefur lækkað hratt frá 1. október. Alls hefur hlutur hans rýrnað um 15,5 milljarða. MYND/GVAAthafnamaðurinn Ólafur Ólafsson byrjaði árið með látum þegar hann hélt upp á fimmtugsafmæli sitt í janúar og fékk sjálfan Elton John til að skemmta gestum fyrir eina milljón dollara.Ekki virðist árið ætla að enda jafnvel og það byrjaði því 9,88% hlutur Ólafs í Kaupþingi hefur rýrnað um 15,5 milljarða á þeim 60 dögum sem liðnir eru frá því að 1. október rann upp.Eignarhluti Ólafs í Kaupþingi varð til þegar Kaupþing og Búnaðarbankinn sameinuðust árið 2003. Ólafur var þá einn af aðaleigendum Búnaðarbankans eftir einkavæðinguna umdeildu. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Bakkabræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir hafa orðið hvað verst úti í lækkunum á hlutabréfamarkaðnum undanfarna 60 daga. Alls hefur 45,21% eign Bakkabraedra Holdings, eignarhaldsfélags þeirra, í Exista rýrnað um 44,4 milljarða frá því að Kauphöllinn opnaði að morgni dags 1. október. Eign bræðranna í Exista er nú rétt rúmlega 123 milljarða króna virði. Exista hefur heldur ekki riðið feitum hesti frá Kauphöllinni frá 1. október þegar fjórði og síðasti ársfjórðungur hófst. Eign félagsins í Kaupþing hefur rýrnað um 36,5 milljarða og eign þeirra í Bakkavör Group um 7,7 milljarða.Björgólfsfeðgar nálægt 40 milljörðumHlutir Björgólfsfeðga í Landsbankanum og Straumi-Burðarás hafa rýrnað um rúma 35 milljarða frá 1. október.MYND/HARIFeðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson hafa heldur ekki átt sjö dagana sæla á íslenska hlutabréfamarkaðnum frá 1. október. Rétt rúmlega 40% eign þeirra í Landsbankanum hefur rýrnað um 20,2 milljarða. Hlutur þeirra í Straumi-Burðarás hefur fallið í verði um 15,8 milljarða og 33% hlutur Fjárfestingafélagsins Grettis, sem er að langstærstum hluta í eigu Björgólfs Guðmundssonar, í Eimskip hefur lækkað um tæpa tvo milljarða. Feðgarnir eru þó ekki fæðiskeri staddir. Hlutur þeirra í Landsbankanum er metinn á 164,5 milljarða, hluturinn í Straumi á 51,5 milljarð og hluturinn í Eimskip á 22,7 milljarða. Hannes og Baugur tapaJón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður FL Group, og Hannes Smárason, forstjóri félagsins, hafa báðir tapað stórum fjárhæðum á félaginu frá byrjun október.MYND/HARIFL Group var það félag sem lækkaði mest í Kauphöllinni í gær eða um 5,53%. Gengi félagsins hefur verið afleitt að undanförnu og flestar stærri fjárfestingar þess hafa lækkað verulega að undanförnu.Til að mynda hefur rúmlega 30% hlutur FL Group í Glitni rýrnað um 19,1 milljarð á þessum 60 dögum sem liðnir eru frá því að október gekk í garð.Hlutur Hannesar Smárasonar, stærsta hluthafa og forstjóra félagsins, hefur rýrnað um 7,6 milljarða frá 1. október en hann á rúmlega 20% hlut í gegnum eignarhaldsfélag sitt Oddaflug BV. Sömuleiðis hefur 15,85% hlutur Baugs Group lækkað um 5,8 milljarða.Gnúpur tapar á tveimur stöðumViðskiptafélagarnir Magnús Kristinsson og Kristinn Björnsson hafa séð hluti sína í tveimur stærstu eignunum, Kaupþingi og FL Group, lækka hratt að undanförnu.MYND/PÁLL BERGMANNFjárfestingafélagið Gnúpur, sem er í eigu Magnúsar Kristinssonar, Kristins Björnssonar og Þórðar Más Jóhannessonar, fer heldur ekki varhluta af lækkunum á markaði. Félagið er í hópi stærstu hluthafa bæði í Kaupþingi og FL Group og hefur virði hluta þeirra í félögunum samanlagt rýrnað um 11,9 milljarða frá 1. október, 6,3 milljarða í FL Group og 5,6 milljarða í Kaupþingi.Magnús og Kristinn eru aðaleigendur Gnúps og eru hvor um sig með 46,5% hlut. Eignir þeirra í FL Group og Kaupþing koma að stærstum hluta í gegnum sölu þeirra á hlut sínum í Straumi-Burðarás sumarið 2006 til FL Group. Gengi bréfanna í félögunum tveimur hefur ekki enn náð því gengi sem Gnúpsmenn fengu sín bréf, á 18,4 í FL Group og 748 í Kaupþingi.Afmælisárið endar illaGengi bréfa Eglu Invest, sem er í eigu Ólafs Ólafssonar, hefur lækkað hratt frá 1. október. Alls hefur hlutur hans rýrnað um 15,5 milljarða. MYND/GVAAthafnamaðurinn Ólafur Ólafsson byrjaði árið með látum þegar hann hélt upp á fimmtugsafmæli sitt í janúar og fékk sjálfan Elton John til að skemmta gestum fyrir eina milljón dollara.Ekki virðist árið ætla að enda jafnvel og það byrjaði því 9,88% hlutur Ólafs í Kaupþingi hefur rýrnað um 15,5 milljarða á þeim 60 dögum sem liðnir eru frá því að 1. október rann upp.Eignarhluti Ólafs í Kaupþingi varð til þegar Kaupþing og Búnaðarbankinn sameinuðust árið 2003. Ólafur var þá einn af aðaleigendum Búnaðarbankans eftir einkavæðinguna umdeildu.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira