Viðskipti innlent

Markaðurinn opnar í mínus

Markaðurinn í kauphöllinni opnaði í mínus í morgun og hefur úrvalsvísitalan lækkað um 0,92% í fyrstu viðskiptum dagsins. Stendur vísitalan nú í 6779 stigum.

Eitt félag, Alfesca, hefur hækkað eða um 2,1%. Þau félög sem hafa lækkað mest eru Foroya Banki eða um 4,3%, Exista eða um 2,0% og FL Group eða um 1,4%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×