Viðskipti innlent

Bankarnir góður kostur fyrir fjárfesta

Hörður Sigurjónsson, sérfræðingur hjá VBS fjárfestingabanka ráðleggur fólki að fjárfesta í bönkunum, Landsbanka, Kaupþingi og Glitni. Hann segir klárlega tækifæri til þess að hagnast á slíkum kaupum í dag en ítrekar að menn verði að horfa til langs tíma. Þetta kom fram í þættinum Í lok dags í umsjá Sindra Sindrasonar.

Hörður mælir einnig með því að fólk horfi til peningamarkaðsreikninga og sterkra erlendra sjóða.

„Ákveðnir heimssjóðir hafa verið að standa sig vel undanfarið," sagði Hörður og bætti því við að ágætt væri fyrir fjárfesta að hafa hlutfall af sínum fjárfestingum erlendis, komi til þess að krónan fari að veikjast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×