Viðskipti innlent

Stærsti banki Norðurlanda lánar ekki Íslendingum

Stærsti banki Norðurlanda, Nordea, myndi hafna Íslendingi sem óskaði eftir að taka íbúðalán með veði í íslenskri eign. Í kjölfar síðustu vaxtahækkunar á fasteignalánum hefur fréttastofa kannað möguleika Íslendinga á að taka íbúðalán milliliðalaust í erlendum bönkum.

Stöð 2 leitaði upplýsinga hjá stærsta banka Norðurlandanna. Nordea bankinn er sænskur og er raunar leiðandi ekki bara á Norðurlöndunum heldur líka í Eystrarsaltsríkjunum og Póllandi.

Samkvæmt fulltrúa bankans getur fólk fengið húsnæðislán þvert á landamæri innan þessa svæðis. Þannig gæti sænskur ríkisborgari keypt sér sumarbústað í Finnlandi og fengið þá lán hjá sínum heimabanka til þess. Auk þess lána þeir fólki til kaupa á ákveðnum svæðum í Frakklandi og á Spáni í gegnum útibú sitt í Lúxemborg.

En óski Íslendingur eftir láni hjá Nordea segir fulltrúi bankans: Þar sem við höfum ekkert útibú og enga þekkingu á hinum íslenska markaði er ekki hægt að sækja um lán hjá Nordea með veði í íslenskri fasteign.

Þar með er ljóst að Íslendingar geta ekki leitað hagstæðari húsnæðislána fyrir íslenska fasteign hjá tveimur stærstu bönkum Norðurlanda, Nordea, og Danske bank.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×