Viðskipti innlent

Vill aukaaðalfund hjá Elisa til að skipta um stjórn

MYND/Vilhelm

Novator í Finnlandi, sem er félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar athafnamanns, hefur óskað eftir því við stjórn símafyrirtækisins Elisa að boðað verði til hluthafafundar svo fljótt sem auðið er.

Eftir því sem fram kemur í bréfi sem sent var Kauphöllinni í Finnlandi vill Novator ásamt nokkrum öðrum hluthöfum í félaginu gera breytingar á stjórn félagsins og endurskipuleggja rekstur þess. Novator er stærsti hlutahafi Elisa með 11,5 prósenta hlut.

Í tilkynningunni segir að með breytingunum eigi að skerpa áherslur í rekstri og ytri vexti ásamt því að auka verðgildi fyrirtækisns og bæta þjónustu þess. Vill Novator að núverandi stjórn víki og að önnur verði kosin. Bent er á að Novator hafi töluverða reynslu af umbreytingum á fjarskiptamarkaði í Austur-Evrópu.

Haft er eftir Björgólfi að Novator hafi rætt málið við stjórn Elisa án árangurs og nýlega hafi hugmyndum félagsins um skýrari markmið og uppbyggingu Elisa verið hafnað. „Sem stærsti hluthafi tel ég það hlutverk okkar að vinna með fyrirtækið í þágu allra hluthafa. Hagsmuna þeirra er ekki gætt í núverandi stjórn og því höfum við óskað eftir aukaaðalfundi til þess að ræða þetta mál við aðra hluthafa" segir Björgólfur og segir Novator líta á Elisa sem langtímafjárfestingu,






Fleiri fréttir

Sjá meira


×