Viðskipti innlent

Just4Kids oftast með lægsta verðið

MYND/PS

Leikfangaverslunin Just4Kids var oftast með lægsta verðið í verðkönnun Fréttablaðsins. Toys R us var hins vegar oftast með hæsta verðið.

Könnun Fréttablaðsins var gerð á þriðjudaginn í verslun Leikbæjar, Just4Kids, Toys R us og Hagkaupa. Kannað var verð á sex vörum. Samkvæmt Fréttablaðinu var tekið niður hilluverð og einnig fenginn útskriftarstrimill. Verð var síðan miðað við útskriftarstrimil.

Í fjórum tilvikum var Just4Kids með lægsta verðið. Toys R us var hins vegar með hæsta verð í fjórum tilvikum. Hagkaup var með lægsta verð í tveimur tilvikum en það hæsta í einu. Leikbær var með hæsta verð í tveimur tilvikum en aðeins tvær vörur af þeim sex sem könnunin náði til voru seldar þar.

Mesti verðmunurinn var 1.019 krónur á Barbie Island Princess Rosella dúkku. Minnst kostaði dúkkan hjá Just4Kids, 2.980 krónur, en dýrust var dúkkan hjá Hagkaup þar sem hún kostaði 3.999 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×