Viðskipti innlent

Veislunni lokið hjá Atlantic Petroleum?

Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum er það félag sem hækkað hefur mest allra í kauphöllinni á þessu ári eða yfir 240%. Nú virðist veislunni vera lokið ef marka má greiningardeild Eik Bank sem mælir með sölu á bréfum í olíufélaginu.

Meldingin frá Eik Bank kemur skömmu fyrir uppgjör Atlantic á 3ja ársfjórðung sem verður á föstudaginn kemur. Dann Jacobsen hjá Eik Bank segir í ráðgjöf sinni um sölu á hlutum í Atlantic að framleiðslan á Chestnut-svæði félagsins hefjist ekki fyrr en á fyrrihluta næsta árs í stað þess að hefjast fyrir áramótin í ár eins og reiknað var með.

"Þetta þýðir að uppgjör félagsins fyrir árið í ár í heild sinni verður neikvætt og því verður að bíða lengra inn í uppgjörsárið 2008 áður en við sjáum fyrstu olíutekjur félagsins," segir Dann Jacobsen í umsögn sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×