Viðskipti innlent

Vinnunmarkaðurinn áfram í mikilli spennu

Vinnumarkaður hefur verið afar spenntur undanfarna mánuði. Atvinnuleysi hefur verið lítið, laun hafa hækkað ört og mikill fjöldi erlends vinnuafls starfað hér á landi.

Í Morgunkorni greiningar Glitnis er fjallað um málið og þar segir að fátt bendi til að farið sé að slakna á vinnumarkaði. Skráð atvinnuleysi hjá vinnumiðlunum var 0,8% í október líkt og í september samkvæmt tölum sem Vinnumálastofnun birti í gær en fjölda á atvinnuleysisskrá fækkaði um 21 mann á milli mánaða.

Vinnumálastofnun hafði gert ráð fyrir 0,9%-1,2% atvinnuleysi í október og er atvinnuleysi í mánuðinum því minna en búist hafði verið við. Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi var aðeins meira, eða 0,9% í mánuðinum og lækkar úr 1,0% frá september






Fleiri fréttir

Sjá meira


×