Viðskipti innlent

Tekjur Íslendinga vegna upplýsingaiðnaðarins hafa sexfaldast

Útflutningstekjur Íslendinga vegna upplýsingaiðnaðarins hafa nær sexfaldast frá árinu 1996. Á árinu 2006 jukust útflutningstekjurnar um 30,4% miðað við fyrra ár, eftir því sem fram kemur í samantekt Bryndísar Pétursdóttur, sem birtist á vefsvæði Seðlabanka Íslands.

Upplýsingar fyrir árið 2006 byggja á svörum 112 fyrirtækja. Fram kemur í skýrslunni að ársvelta hugbúnaðarfyrirtækja á síðasta ári hafi verið 33,6 milljarðar króna og að veltan hafi á síðasta ári verið að raungildi tuttugu sinnum sú sem hún var árið 1990. Velta annarra atvinnugreina hafi á sama tíma tvöfaldast að raungildi.

Þá hefur fjöldi starfsmanna í hugbúnaðariðnaði rúmlega tvöfaldast á þessum tíma og er nú um 2.400. Hlutfall starfsmanna í hugbúnaðariðnaði hefur aukist úr 0,7% í 1,4% af heildarfjölda á vinnumarkaði á árunum 1991 til 2006, eftir því sem fram kemur í skýrslunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×