Viðskipti innlent

Varar við hægari hagvexti í Bandaríkjunum

„Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, varar við hægingu á hagvexti í Bandaríkjunum á fjórða ársfjórðungi," að því er fram kom í máli Árna Jóns Árnasonar, sérfræðings hjá Askar Capital. Sindri Sindrason tók Árna Jón tali við lokun markaða í dag.

Árni Jón segir að búist verði við því að Bandaríkjadalur muni lækka í kjölfarið og vextir muni lækka. „Það er erfitt að segja. Viðskipti við Bandaríkin eru mun minni hlutfallslega en við Evrópulönd, " segir Árni Jón, þegar hann er inntur eftir því hvaða áhrif þetta muni hafa á efnahagslífið hér heima.

Smelltu á „horfa á myndskeið" til að sjá Sindra við Árna Jón.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×