Viðskipti innlent

Eins og góður íþróttaleikur

Jón Hákon Halldórsson skrifar

„Dagurinn í dag eins var eins og góður íþróttaleikur," sagði Þorbjörn Atli Sveinsson, knattspyrnumaður og sérfræðingur hjá Greiningadeild Kaupþings. Hann var gestur Sindra Sindrasonar við lokun markaðar í dag.

Þorbjörn sagði að vísitalan hefði legið niðri við opnun markaða í morgun. Ástæðan hefði helst verið lækkanir á mörkuðum í Asíu í morgun og í Bandaríkjunum i gær, sem virtist hafa áhrif hér heima. „Svo þegar leið á daginn fóru að berast jákvæðari tíðindi, ef svo má segja. Erlendir bankar fóru að gera meira hreint fyrir sínum dyrum. Markaðurinn tók því vel og Skandinavía hækkaði," sagði Þorbjörn.

Hann segir að íslenski markaðurinn elti erlenda markaði. Helsta ástæðan sé sú að íslenski markaðurinn er byggður upp að svo miklu leyti af bönkum og fjármálafyrirtækjum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×