Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan heldur áfram að falla

Hlutabréf í kauphöllinni héldu áfram að falla í verði í dag annan daginn í röð. Alls hefur úrvalsvísitalan fallið um 4,61 prósentustig frá því opnað var fyrir viðskipti í gær.

Í dag féll úrvalsvísitalan um 2,05 prósent en í gær um 2,56 prósent. Mest lækkuðu hlutabréf í 365 eða um 3,6 prósent. Þá lækkuðu hlutabréf í Exista um 3,07 prósent.

Hlutabréf í P/F Altantic Petroleum hækkuðu um 7,66 prósent í dag og þá hækkuðu hlutabréf í Össur hf. um 1,46 prósent.

Mestu viðskipti dagsins voru með bréf í Glitnir banka fyrir um 5,1 milljarð króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×