Viðskipti innlent

Decode tapar 1,4 milljarði króna

Kári Stefánsson, forstjóri deCode.
Kári Stefánsson, forstjóri deCode. MYND/SK

Decode tapaði 1,4 milljarði króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs samkvæmt uppgjöri fyrirtækisins. Tap fyrirtækisins á fyrstu níu mánuðum ársins nemur um 3,7 milljörðum króna.

Samkvæmt ársfjórðungsuppgjöri deCode nam tap fyrirtækisins á tímabilinu 24,2 milljónum Bandaríkjadala sem er um 1,4 milljarður króna. Á sama tímabili í fyrra nam tap fyrirtækisins 23,6 milljónum Bandaríkjadala og eykst því um 600 þúsund Bandaríkjadali á milli ára eða sem nemur 35 milljónum króna.

Tekjur fyrirtækisins á tímabilinu námu 10,9 milljónum Bandaríkjadala eða sem nemur um 643 milljónum króna. Aukast þær um 2,3 milljónir dala frá fyrra ári eða um 136 milljónir króna. Á fyrstu níu mánuðum þess árs námu tekjur fyrirtækisins 27,1 milljónum Bandaríkjadala og minnka um 2 milljónir Bandaríkjadala á milli ára.

Kostnaður vegna rannsóknar- og þróunarvinnu nam 14,1 milljónum Bandaríkjadala eða sem nemur 832 milljónum króna. Breytist hann lítið milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×