Viðskipti innlent

Glitnir hækkar vexti

Glitnir banki hefur ákveðið að hækka óverðtryggða innláns- og útlánsvexti. Ákvörðun bankans kemur í kjölfar hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum um 0,45 prósent.

Fram kemur í tilkynningu frá Glitni banka að breytingin taki gildi frá og með 11. nóvember næstkomandi. Þá hefur bankinn jafnframt ákveðið að vextir á nýjum húsnæðislánum til viðskiptavina bankans hækki úr 5,8 prósentum í 6,35. Þessi breyting tekur gildi á morgun en fram kemur í tilkynningu bankans að hún hafi engin áhrif á kjör þeirra sem hafa nú þegar tekið húsnæðislán hjá Glitni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×