Viðskipti innlent

Föroya banki með gott uppgjör

Uppgjör Föroya banki á 3ja ársfjórðungi er betra en búist hafði verið við. Hreinn hagnaður nam 22 milljónum dkr. eða sem svarar um 240 milljónum kr. Á fyrstu níu mánuðum ársins er hagnaðurinn 106 milljónir dkr. eða vel yfir milljarð kr. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn tæplega 80 milljónum dkr.

 

Sökum þessa hefur bankinn breytt hagnaðarspá sinni fyrir árið í heild og reiknar núi með að hagnaðurinn nemi á bilinu 135 til 150 milljónum kr.

 

Uppgjörið í ár er mjög gott miðað við upphafkostnaður að nýrri starfsstöð bankans í Danmörku nam 25 milljónum dkr. á 3ja ársfjórðungi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×