Viðskipti innlent

Samherji með yfirtökutilboði í Rem Offshore

Kaldbakur ehf., í eigu Samherja, og Barentz AS hafa sent norsku kauphöllinni tilkynningu um að þeir hafi sett fram bindandi tilboð um kaup á öllum hlutum í Rem Offshore ASA. Fyrr í dag tilkynnti Samherji um kaup á 6,24% hlut í Rem og saman eiga þessir aðilar nú 51.51% af hlutafé Rem.

 

Tilboðið felur í sér að öðrum hluthöfum eru boðnar 53,50 nkr. fyrir hlutinn. Norska kauphöllin hefur nú tilboðið til skoðunnar og á eftir að leggja blessun sína yfir það. Barentz er í eigu Norðmannsins Age Remöy.

Floti Rem er sá nýjasti og fullkomnasti á þessu sviði í heiminum. Þjónustusvæði skipanna er aðallega á Norðursjó en einnig undan ströndum Mexíkó, Indlandi og Brasilíu. Rekstri félagsins er stýrt frá höfuðstöðvunum í Fosnavåg í Noregi og eru starfsmenn um 300.

Starfsemin hefur vaxið ört á undanförnum misserum og er velta Rem Offshore á árinu 2007 áætluð um 420 milljónir nkr. eða um 4,2 milljarðar kr. í samanburði við 189 milljónir nkr. á árinu 2006. Félagið var skráð á hlutabréfamarkað í Noregi í mars s.l






Fleiri fréttir

Sjá meira


×