Viðskipti innlent

Kaupþing hækkar vexti

Kaupþing banki hefur ákveðið að hækka vexti verðtryggðra inn- og útlána, þar á meðal vexti íbúðalána, um 0,45 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Þar segir einnig að hækkunin sé tilkomin vegna hækkunar á stýrivöxtum Seðlabankans, en þeir hækkuðu um 0,45 prósentustig í morgun. Ákvörðun Kaupþings þýðir að vextir nýrra húsnæðislána verða 6,40 prósent. Breytingin gildir ekki um íbúðalán sem þegar hafa verið veitt þar sem vextir þeirra eru fastir allan lánstímann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×