Skoðun

Eddutilnefningar 2007: Leikkona ársins í aðalhlutverki

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Þrjár konur eru tilnefndar í flokknum Leikkona ársins í aðalhlutverki. Á síðasta ári voru ein verðlaun veitt fyrir leikkonu og leikara í aðalhlutverki. Árið þar á undan var það Ilmur Kristjánsdóttir sem hreppti verðlaunin í þeim flokki

Hera Hilmarsdóttir
Hera er tilnefnd fyrir hlutverk sitt sem Dísa í VEÐRAMÓT. Dísa er fórnarlamb kynferðisofbeldis og vanrækslu á vistheimili fyrir vandræðaunglinga.

Hera er ekki ókunnug kvikmyndagerð því faðir hennar er Hilmar Oddsson leikstjóri. Hún hefur áður leikið í myndum hans Sporlaust og Tár úr steini.

Nanna Kristín Magnúsdóttir
Nanna er tilnefnd fyrir hlutverk sitt sem Katrín Rós í kvikmyndinni FORELDRAR.

Nanna er einnig tilnefnd sem einn handritahöfunda myndarinnar. Hún hefur leikið í fjölda verka, bæði hjá Þjóðleikhúsinu og Sjónvarpinu auk þess að leika meðal annars í kvikmyndunum Villiljós, Fíaskó og Sporlaust.

Tinna Hrafnsdóttir
Tinna Hrafnsdóttir er tilnefnd fyrir hlutverk sitt sem hippinn Selma í kvikmyndinni VEÐRAMÓT. Selma ætlar að umbreyta vistheimili fyrir vandræðaunglinga ásamt kærasta sínum og vini.

Þrátt fyrir að vera dóttir Hrafns Gunnlaugssonar leikstjóra er þetta frumraun Tinnu á hvíta tjaldinu. Tinna hefur leikið í ýmsum leikritum, útvarpsleikhúsi og lesið inn á auglýsingar og þætti.




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×