Viðskipti innlent

Yfir 100 sækja um tölvuleikjastyrki

Í ár var styrkjum að andvirði alls 5 milljóna danskra króna úthlutað til nýrra norrænna tölvuleikjaverkefna. Seinni úthlutun á árinu nýlokið og enn barst mikill fjöldi umsókna frá norrænum leikjaframleiðendum. Í þetta skipti bárust 54 umsóknir frá 49 fyrirtækjum. Alls hefur 101 norrænt leikjaverkefni sótt um styrk aðeins á þessu ári.

"Þessi gífurlegi fjöldi umsókna vekur nokkuð blendnar tilfinningar, segir Erik Robertson, forstöðumaður Norræna tölvuleikjaverkefnisins í frétt frá Norðrulandaráði um málið. "Ég er að sjálfsögðu ánægður með þá gífurlegu athygli sem styrkjakerfið hefur vakið sem veldur því að umsóknir hafa borist frá öllum Norðurlöndunum.

Erik segir að meira en hundrað umsóknir á einu ári er mjög mikið ef litið er á heildarfjölda norrænna leikjaframleiðenda. Bæði vegna þess að 5 milljónir danskra króna hrökkva skammt þegar alls var sótt um meira en 50 milljónir, en þó aðallega vegna þess að þetta sýnir mikla og sívaxandi fjármagnsþörf í þessum iðnaði.

Í næstu umferð mun hópur sérfræðinga meta umsóknirnar áður en 2,5 milljónum danskra króna verður úthlutað. Í fyrri umferð á þessu ári fengu sjö norræn verkefni styrki.

Nýir styrkþegar verða kynntir á leikjakaupstefnunni D3 Expo sem haldin verður í Kaupmannahöfn 16.-18. nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×