Viðskipti innlent

Icelandic Group stærst í Evrópu

Icelandic Group er orðið stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Evrópu og hefur þar með skotið spænska risanum Pescanova aftur fyrir sig. Þetta er niðurstaða úttektar sem IntraFish hefur látið gera.

Greint er frá þessu á vefsíðunni interseafood Samkvæmt úttektinni nam velta Icelandic Group alls 1,47 milljörðum evra í fyrra eða tæplega 130 milljörðum kr en næst á eftir kom Pescanova með 1,13 milljarða evra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×