Viðskipti innlent

SPRON féll um 10% á fyrsta degi

Hlutabréf í SPRON virðast hafa verið of hátt metin á fyrsta degi í kauphöllinni því þau hafa fallið um tæp 10% frá opnun markaðarins. Við opnun stóðu þau í 18,9 á hlut en nú við lokun var gengið komið í 16,7 á hlut.

Viðskipti með SPRON-hluti voru hinsvegar lífleg í kauphöllinni eða rúmlega 300 talsins og markaðsvirðið sem verslað var með nemur tæpum milljarði kr.

Annars voru ekki miklar sviptingar á markaðinum. Úrvalsvístalan hækkaði um 0,78% og stendur í 8.233 stigum. Century Aluminium hækkaði mest eða um 1.32% og Landsbankinn hækkaði um 1,14%. Mestan lækkun var hjá Flögu eða um 1,40% og Marel lækkaði um 0,50%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×