Viðskipti innlent

Kaupþing toppar "300 stærstu" listann

Kaupþing banki er í fyrsta sæti á "300 stærstu" lista Frjálsrar verslunnar sem kom út í dag. Raunar var Kaupþing einnig í fyrsta sæti í fyrra og ekki eru miklar breytingar á fimm efstu sætum listans. Velta Kaupþings er áberandi mest eða tæpir 306 milljarðar kr. Í öðru sæti kemur Landsbankinn með veltu upp á 185 milljarða kr.

Landsbankinn er í öðru sæti listans eins og í fyrra en Bakkavör kemur nú inn í þriðja sætið, var í fimmta sæti í fyrra, með veltu upp á tæpa 172 miljarða kr.

Glitnir skipar nú fjórða sætið, var í því sjötta í fyrra og Icelandic Group er í fimmta sæti en var í því fjórða í fyrra. Af tíu efstu sætunum hækkar Straumur-Burðarás sig mest, skipar nú 8. sæti en var í því 14. í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×