Viðskipti innlent

Hagvöxtur áfram - ekkert stopp

MYND/Anton Brink

Hagvöxtur áfram - ekkert stopp. Þetta segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningadeildar Kaupþings en greiningardeild gaf í morgun út hagvaxtarspá fyrir árin 2007-2010.

Eftir fimm ára vaxtarskeið hægir á hagkerfinu samhliða því að það hægir á stóriðjuframkvæmdum og dregur úr einkaneyslu landans. Hagvöxtur verður þó jákvæður á næsta ári og drifinn áfram af útflutningi og opinberum framkvæmdum. Verðbólgumarkmið mun ekki nást fyrr en í upphafi árs 2010 að mati greiningardeildarinnar. Gerir hún ráð fyrir skammvinnu og grunnu vaxtalækkunarferli. Hár vaxtamunur við útlönd muni áfram styðja við krónuna.

Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segir að eftir 2009 sé von á annarri hagsveiflu. Gert sé ráð fyrir að Seðlabankinn lækki vexti á næsta ári en að vaxtalækkunarferlið verði fremur stutt og grunnt. Ísland sé að samþættast hagkerfi Evrópu og fái mikið af ódýru vinnuafli og fjármagni til landsins og það breyti ýmsu.

Skýrslur greiningardeildarinnar er að finna hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×