Viðskipti innlent

Gengið sterkt út árið að mati Kaupþings

MYND/365
Greiningardeild Kaupþings banka gerir ráð fyrir að gengi krónunnar verði fremur sterkt út árið og að gengisvísitalan sveiflist í kringum 116 stig. Mesta óvissan lýtur að framgangi alþjóðlegra vaxtamunaviðskipta og má fastlega gera ráð fyrir áframhaldandi sveiflum.

 

Vaxtamunur við útlönd mun áfram verða umtalsverður en dragast eilítið saman samkvæmt spá Greiningardeildar, eða úr 9% í 6% árið 2009.

 

Um mitt ár 2008 mun gengi krónunnar taka að veikjast en þá verða merki um kólnun hagkerfisins farin að koma fram og vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefst.

 

Krónan gæti talist ofmetin í augnablikinu í ljósi þess að raungengi krónunnar er u.þ.b. 10-15% yfir 10 ára meðaltali sínu. Hins vegar má búast við að raungengið verði áfram bæði hærra og sveiflukenndara í kjölfarið þess að krónan fór á flot 2001 og erlendir spákaupmenn komu inn á gjaldeyrismarkaðinn árið 2004.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×