Viðskipti innlent

Mikil spenna á vinnumarkaði

Mikil spenna á íslenskum vinnumarkaði um þessar mundir kemur berlega fram í örum launahækkunum. Atvinnurekendur reyna að halda í fólk sitt með launahækkunum og laða að nýtt starfsfólk með freistandi launatilboðum. Fjallað er um málið í Morgunkorni Glitnis

Launavísitala Hagstofu Íslands sem mælir meðallaun í septembermánuði hækkaði um 0,6% frá ágúst. Hækkunina má að mestu rekja til launahækkana á almennum vinnumarkaði. Laun opinberra starfsmanna hækkuðu þó einnig.

Undanfarna 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,1% og kaupmáttur launa um 3,6%. Kaupmáttur launa hefur aukist um ríflega 4% á milli ára á fyrstu þremur fjórðungum ársins að meðaltali og líklegt er að aukningin verði nálægt 3,5% það sem eftir lifir árs. Útlit er því fyrir að meðal kaupmáttaraukning milli áranna 2006 og 2007 verði nálægt 4%






Fleiri fréttir

Sjá meira


×