Viðskipti innlent

Lífleg viðskipti með SPRON-hluti

Nokkuð lífleg viðskipti hafa verið með hluti í SPRON í kauphöllinni í morgun á fyrsta degi sparisjóðsins þar. Fjöldi viðskipta er nú kominn í 139 og markaðvirði þeirra nemur 750 milljónum kr. Kaupgengið er 16,5.

Spron-sjóðurinn var stærsti hluthafinn í Spron hf., við skráningu í morgun með 15% hlut en af þeim hafa 4,8% verið sett í sölu. Aðrir stórir hluthafar eru Eik banki í Færeyjum með tæp 9%, Tuscon Partners Corporation með tæp 7%, Imis félag í eigu Skúla Þorvaldssonar á einnig tæp 7% og VÍS og Kaupþing banki eiga rúmlega 4% hvort félag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×