Viðskipti innlent

Meðallaun í Straumi-Burðarás 22,7 milljónir kr.

Straumur-Burðarás er það fyrirtæki landsins sem gerðir hæstu meðallaunin á landinu. Samkvæmt bók Frjálsrar verslunnar "300 stærstu" er hver starfsmanna Straums-Burðarás með 22,7 milljónir kr. í árslaun að meðaltali.

Næst á eftir Straumi-Burðarás kemur fasteignafélagið Landsafl eitt af þremur stærstu slíkum á Norðurlöndunum er Stoðir, Atlas Ejendomme og Keops sameinuðust í Landsafl. Meðallaun hjá félaginu eru 13 milljónir kr. á ári.

Í þriðja sæti er svo Lánasjóður sveitarfélaga með árslaun upp á 12,9 milljónir kr. en þess ber að geta að aðeins er um einn starfsmann að ræða.

Þau fyrirtæki sem greiða að meðaltali yfir tíu milljónir kr. í árslaun eru Atorka Group, Stálskip, Kaupþing banki og MP fjárfestingarbanki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×