Viðskipti innlent

Velta á fasteignamarkaði í hæstu hæðum

Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu í september var í hæstu hæðum eða rúmlega 19 milljarða kr. Veltan hefur aðeins einu sinni verið jafn há sem var í júní á þessu ári en þá var veltan einnig rúmir 19 milljarða kr. Kaupsamningar hafa aftur á móti verið fleiri en nú en það var í nóvember 2004 og voru þeir þá 1.165 talsins. Var það skömmu eftir að samkeppni ÍLS og bankanna hófst en nú í september voru þeir alls 924.

Fjallað er um málið í Vegvísi Landsbankans. Þar segir að í september fjölgaði þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu um 6,9% frá fyrra mánuði og veltan jókst um 22,3%. Samanborið við september 2006 er fjölgun samninga 90,1% og veltuaukningin 128% samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. En í ágúst og september á síðasta ári var velta og fjöldi kaupsamninga í lágmarki.

Sé aftur á móti miðað við árið 2005, þegar meira líf var á fasteignamarkaði, kemur í ljós að í september í ár er veltan 48% meiri á sama tíma árið 2005. Fjöldi kaupsamninga hefur hins vegar aðeins aukist um tæp 3%. Á síðustu tveimur árum hefur fasteignaverð hækkað um 20% og skýrir hækkun fasteignaverðs því aðeins hluta veltuaukningarinnar.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×