Viðskipti innlent

Grænt á nær öllum tölum

Úrvalsvísitalan hækkaði um rúmt prósent í dag og stendur nú í tæpum 8.500 stigum. Grænt var á nær öllum tölum í dag fyrir utan Eik Banki en gengi hans féll lítillega eða um 0,15%.

Össur hf. hækkaði mest í dag eða um 4,81%. Næst á eftir kom Century Aluminium með 2,84%, Exista hækkaði um 2.18% og Marel um 2%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×