Léttúð í umgengni um yfirtökureglur 2. október 2007 14:15 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital Fjárfestingarbanka, varar markaðsaðila við frjálslegri umgengni við reglur um yfirtökuskyldu og segir að slíkt virðingaleysi komi aðeins niður á þeim sjálfum. Til lengri tíma muni það rýra traust á markaðnum og þar með hægja á vexti hans. Þorvaldur var einn ræðumanna á ráðstefnu sem Fjármálaeftirlitið hélt í morgun um yfirtökur fyrirtækja og áhrif yfirtökureglna en yfirtökuskylda myndast þegar einn eða fleiri aðilar sem tengjast nánum böndum eignast 40% hlut eða meira í skráðu hlutafélagi.,,Það verður að ganga um þessar reglur á spariskónum. Hingað til hefur umgengni um yfirtökumörkin einkennst af léttúð, þar sem menn skauta mjög nálægt mörkum, virða að vettugi þau sjónarmið sem liggja að baki yfirtökuskyldunni og skeyta engu um úrskurði Yfirtökunefndar," sagði Þorvaldur í ræðu sinni. Hann sagði að Yfirtökunefnd hafi í tveimur málum úrskurðað að málsaðilar væru yfirtökuskyldir. Í báðum tilvikum hafi málsaðilar selt sig niður fyrir mörk yfirtökuskyldunnar og þannig komist framhjá afleiðingum hennar. ,,Þetta lýsir nokkru virðingaleysi við reglurnar enda er þarna verið að dansa á línunni," segir Þorvaldur. Íslenskir markaðsaðilar og útrásarfyrirtæki hafa að undanförnu mátt þola harða gagnrýni erlendis frá um það að hér á landi sé eignarhald þröngt og ógagnsætt og vöxtur markaðsins of hraður. Þorvaldur segir að þó að þessi gagnrýni sé að mörgu leyti ósanngjörn, þá verði því ekki neitað að eignarhald á íslenska verðbréfamarkaðnum sé með öðrum hætti en á erlendum mörkuðum enda smæð þjóðarinnar slík að boðleiðir séu stuttar og frjálsræði ríki í samskiptum. Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital Fjárfestingarbanka, varar markaðsaðila við frjálslegri umgengni við reglur um yfirtökuskyldu og segir að slíkt virðingaleysi komi aðeins niður á þeim sjálfum. Til lengri tíma muni það rýra traust á markaðnum og þar með hægja á vexti hans. Þorvaldur var einn ræðumanna á ráðstefnu sem Fjármálaeftirlitið hélt í morgun um yfirtökur fyrirtækja og áhrif yfirtökureglna en yfirtökuskylda myndast þegar einn eða fleiri aðilar sem tengjast nánum böndum eignast 40% hlut eða meira í skráðu hlutafélagi.,,Það verður að ganga um þessar reglur á spariskónum. Hingað til hefur umgengni um yfirtökumörkin einkennst af léttúð, þar sem menn skauta mjög nálægt mörkum, virða að vettugi þau sjónarmið sem liggja að baki yfirtökuskyldunni og skeyta engu um úrskurði Yfirtökunefndar," sagði Þorvaldur í ræðu sinni. Hann sagði að Yfirtökunefnd hafi í tveimur málum úrskurðað að málsaðilar væru yfirtökuskyldir. Í báðum tilvikum hafi málsaðilar selt sig niður fyrir mörk yfirtökuskyldunnar og þannig komist framhjá afleiðingum hennar. ,,Þetta lýsir nokkru virðingaleysi við reglurnar enda er þarna verið að dansa á línunni," segir Þorvaldur. Íslenskir markaðsaðilar og útrásarfyrirtæki hafa að undanförnu mátt þola harða gagnrýni erlendis frá um það að hér á landi sé eignarhald þröngt og ógagnsætt og vöxtur markaðsins of hraður. Þorvaldur segir að þó að þessi gagnrýni sé að mörgu leyti ósanngjörn, þá verði því ekki neitað að eignarhald á íslenska verðbréfamarkaðnum sé með öðrum hætti en á erlendum mörkuðum enda smæð þjóðarinnar slík að boðleiðir séu stuttar og frjálsræði ríki í samskiptum.
Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira