Viðskipti innlent

Hótel Nordica verður Hilton-hótel í dag

MYND/Stefán

Nordica hótel í Reykjavík mun frá og með deginum í dag heita Hilton Reykjavík Nordica. Stjórnendur eru sannfærðir um að breytingin muni laða enn fleiri viðskiptavini að hótelinu.

Alls eru 252 hótelherbergi á Hilton hótelinu sem er fjögurra stjarna og segir Ingólfur Haraldsson hótelstjóri að Hilton henti mjög vel.

Ingólfur Haraldsson hótelstjóri segir stjórnendur hótelsins hafa skoðað vel og vandlega hvort ekki væri skynsamlegt að fara í alþjóðlegt samstarf. Hann segir þó að breytt nafn muni ekki hafa áhrif á verð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×