Viðskipti innlent

Vill skýrari reglur um yfirtökuskyldur

MYND/Stöð 2
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra vill skýrari reglur um yfirtökuskyldur fyrirtækja. Þetta sagði hann á ráðstefnu sem Fjármálaeftirlitið hélt í morgun. Ráðherra segir reglur um yfirtökuskyldu fyrirtækja afar óskýrar.

Björgvin segir að vissulega sé erfitt að segja til um hvenær menn og hópar séu of tengdir. Reglurnar verði þó að vera skýrari en lausn á málinu eru þó ekki fundin.

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, segir mikilvægt að styrkja lagaumhverfi sem yfirtökunefnd byggir sínar hemiildir á og að efla þurfi úrræði sem yfirtökunefnd hefur til að beita.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×