Viðskipti innlent

Matarverð hækkar innan OECD en þó ekki á Íslandi

MYND/GVA

Verðbólga á ársgrundvelli innan OECD mældist 1,8 prósent í ágúst síðastliðnum samkvæmt tölum stofnunarinnar sem birtar voru í dag. Hafði hún lækkað um 0,1 prósent frá fyrra mánuði.

Verðbólgan innan OECD mældist mest í Ungverjalandi eða 8,3 prósent en þar á eftir kom Tyrkland með 7,4 prósenta verðbólgu. Verðbólga á Íslandi mældist hins vegar 3,4 prósent á ársgrundvelli í ágústmánuði.

Athygli vekur að matarverð hækkaði að meðaltali um 3,2 prósent á milli ára innan OECD en Ísland sker sig úr þar sem matarverð hefur lækkað um nærri fimm prósent á millí ára. Þá lækkaði orkuverð að meðaltali 1,3 prósent innan OECD á milli ára, mest í Noregi eða um rúm 17 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×