Innlent

Þinganes strandaði í innsiglingunni að Höfn

Ekki var mikil hætta á ferðum þegar Þinganesið strandaði.
Ekki var mikil hætta á ferðum þegar Þinganesið strandaði. MYND/ÞÖK

Fiskveiðiskipið Þinganes SF 25, sem er í eigu útgerðarfyrirtækisins Skinneyjar-Þinganess, strandaði við innsiglinguna að Höfn í Hornafirði um sjöleytið í morgun. Skipið strandaði við svokallaðan Helli og var lóðsbáturinn Björn Lóðs frá Höfn í Hornafirði sendur út. Hann stjakaði við skipinu sem komst aftur á flot um tveimur tímum eftir strandið.

Ekki munu hafa orðið skemmdir á skipinu þar sem það strandaði á sandbotni og komst það heilt til hafnar. Skipið var að koma af þorskveiðum þegar það strandaði en 8-9 manns eru í áhöfn þess.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.